Jæja, þá er laxveiðivertíðin formlega rúlluð af stað. Kastljósið var á fyrsta degi tímabilsins, sem var í gær, en minna hefur heyrst frá degi númer tvö. Óneitanlega velta veiðimenn því nú fyrir sér, hvaða fyrirheit þessi byrjun í gær gefur. Tíu laxar komu á land í Norðurá og nokkrir láku af flugum veiðimann. Stærsta laxinn í Norðurá í gær veiddi Elín Guðrún Bjarnadóttir, þessa 88cm hrygnu hér til hliðar. Myndina tók Ásmundur Helgason. Tveir laxar komu á land í Blöndu í kakóinu þar.

Hvernig sem menn túlka þessa byrjun í ár er ljóst að spenningurinn fyrir tímabilinu hefur aukist mikið. Næstu laxveiðiár opna í kringum 20. júní og ef marka má fréttir, sem heyrast víða, þá er laxinn farinn að sjást í þeim flestum. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá opnunardeginum í gær.

{gallery}laxar{/gallery}

[email protected]