Spennan er að magnast upp, hægt og hægt. Eftir 2 daga. Eftir ca. 34 klst, hefst laxveiðivertíðin með formlegum hætti. Við höfum heyrt sögur af því að einn eða tveir laxar hafi veiðst nú þegar á silungasvæðum laxveiðiáa, en það er á fimmtudaginn sem ballið byrjar. Stærstu árnar sem opna nú í vikunni eru Blanda og Norðurá. Svona til að rifja upp byrjunina í fyrra, þá skilaði fyrsti dagurinn 10 löxum í Norðurá og að mig minnir 3 löxum í Blöndu, þrátt fyrir hörmulegar aðstæður. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá opnunardeginum í fyrra. Við minnum á að það er laust holl í Brennu 11-13. júní.

 

{gallery}laxar{/gallery}

[email protected]