Laxveiðitímabilið er nú formlega hafið. Veiðimenn byrjuðu að kasta flugunni í Norðurá og Blöndu í morgun kl. 7 og nokkrum mínútum síðar kom fyrstu laxinn á land á veiðistaðnum Bryggjunni í Norðurá. Sigurður Sigfússon veiddi laxinn. Sigmundur Davíð reyndi einnig fyrir sér í Norðurá í morgun en fékk ekki lax. Bjarni Ben mun einnig renna fyrir lax á eftir en hann hnýtti þessa flugu hér til hliðar í tilefni dagsins. Hann sagði á facebook síðu sinni að honum hafi fundist við hæfi að hafa hana hvíthærða með rauðan kraga. Silfur í búknum. Pólitískur húmor.

Við munum fylgjast áfram í dag með framvindu mála á bökkum Norðurár og Blöndu.

 

[email protected]