Það varð nú ekki úr að veiðimenn í Blöndu létu erfið skilyrði trufla veiðigleðina. Fyrsti laxinn í Blöndu þetta sumarið kom á land um hádegisbil, ca. 12 punda hrygna sem Hermann Svendsen landaði. Veiðimenn höfðu séð lax vera að sýna sig á breiðunni fyrr í morgun og vissu því vel af honum á svæðinu. Veðrið var flott í morgun, um °20 hiti og hægviðri. Margir hefðu sagt að Blanda væri nánast óveiðandi við þessar aðstæður, en reynslan sýnir að svo er klárlega ekki.

 

 {gallery}blanda1{/gallery}

Hér eru myndir frá Blöndu í morgun.
[email protected]