Nú er fyrsti veiðidagur ársins að kveldi komin. Bæði þeir veiðimenn sem eyddu deginum á bökkum vatna og Áa, og þeir sem sátu heima og biðu eftir fréttum, hafa nú örugglega náð mesta hrollinum úr sér. Dagurinn hefur að mestu leyti verið stór fínn. Svona týpískur fyrsti veiðidagur ársins. Í dag vorum við með stuttan fréttapakka og hér er annar.

Vatnamótin – Veiðin í Vatnamótunum var fín í dag. Kannski ekki eins og hún gerist best, en samt alveg ágæt. Samtals komu um 35 birtingar á land. Þeir stærstu um 10 pundin. Þess má geta að nokkrir lausir dagar eru í Vatnamótunum nú í apríl. Þar á meðal 9-11. og 17-21. april

Geirlandsá – Veiðin byrjaði vel í morgun og eftir um klst veiði voru veiðimenn búnir að setja í 12 fiska. Þegar síðast fréttist voru á 3 tug fiska komnir á land. Veðrið var gott í dag fyrir austan. Um °8 hiti og hægviðri.

Brunná – Veiðin fór hægt af stað í morgun en þegar leið á daginn fóru hlutirnar að gerast. Samtals komu 13 fiskar á land, sá stærsti 74 cm urriði. Hægt er að sjá hann hér að ofan en veiðimaðurinn heitir Valdimar Heiðar Valsson.

Af öðrum veiðistöðum er það að frétta að fín veiði var í Minnivallalæk, Tungufljótinu fyrir austan og Tungulæk þar sem um 40 birtingar voru komnir á land um miðja dag. Veiðin í Brúará hefur líklega endaði í ca. 15 bleikjum undir kvöldið. Litlaá skilaði sínu. Flottir urriðar og töluvert af bleikju.

Við munum halda áfram að hlera fréttir og birta annan stuttan fréttapakka á morgun.

{gallery}april2014{/gallery}

[email protected]