Til hamingju með daginn veiðimenn og veiðikonur …. Veiðitímabilið er hafið. Veðrið tók vel á móti veiðimönnum sem lögðu leið sína á veiðislóð í dag. Við kíktum á 2 veiðisvæði og bíðum fregna frá nokkrum öðrum.

Hólaá, Útey – Veðurblíða var við Laugarvatn í morgun. Hægviðri og hiti á bilinu 2-6 gráður. Urriðinn tók vel á móti veiðimönnum og var fiskurinn í tökustuði frá útfalli úr Laugarvatni og niður að veiðimörkum. Má áætla að á milli 40 og 50 urriðar hafi komið á land – ekki heyrðist af bleikju í þessari opnun. Laugarvatnið var líka að gefa. Nær allt kom á flugu í dag. Nokkrar lausar stangir má finna á vefnum næstu daga, sjá hér.

Við kíktum einnig við á Torfastöðum í Soginu – mikið vatn er í Soginu, en það er á niðurleið – áin var í um 140 rúmmetrum. Settum við í birtinga en við bíðum e. eilítið minna vatni svo hægt sé að veiða allt svæðið betur. Hérna eru lausir dagar á Torfastöðum.

Við fengum frétt frá Aroni Jarl sem kíkti í Galtalæk í dag – 10 fiskar komu í háfinn – lækurinn kemur vel undan vetri. Hérna eru lausir dagar í Galtalæk.