Nýjir leigutakar tóku við Haukadalsá síðasta haust. Mörg undangengin ár hefur hinn svissneski Doppler leigt ána en nú eru nýjir leigutakar teknir við lyklunum að Haukunni. Leigutakinn er erlendur að nafni Kenneth John Deurloo. Fulltrúar leigutaka hér á landi eru þeir Sigþór Steinn Ólafsson og Þorgils Helgason. Í gær hófst formleg veiði í Haukunni þetta sumarið.
Fyrri leigutaki leyfði bæði veiði með maðki og flugu en í sumar er eingöngu leyfilegt að veiða með flugu. Stefna leigutaka og landeigenda er að gera Haukadalsá að sjálfbærri fluguveiðiá. Í gær var fyrsti veiðidagurinn í Haukunni. Áin tók vel á móti leigutökum sem kíktu í ána í stuttan tíma. Tveir flottir laxar komu á land. Sá fyrri var 80cm og sá síðari var 76cm. Urðu veiðimenn varir við meira af laxi. Gott vatn er í ánni en Haukadalsvatn sér um að halda vatnsbúskap árinnar skaplegum, flest sumur.
Hér að ofan er Sverrir Þór Skaftason með fyrst laxinn úr ánni og til hliðar er Sigþór með lax nr. 2.
Meðalveiði í Haukunni síðustu 11 ár eru 722 laxar. Veitt er með 5 stöngum í ánni.
Í Haukuna rennur á sem nefnist Þverá. Hægt er að finna veiðileyfi í hana hérna inni á veiða.is. Þverá er ekki mikið stunduð, m.a. vegna þess að hún rennur niður óbyggðan og svo til ósnortin dal. Veiðimen þurfa að ganga nokkuð til að sækja efstu staði árinnar en í henni leynist nokkuð mikið af vænum laxi. Hérna er er hægt að lesa nánar um Þverá í Haukadal.