Fyrstu sjóbirtingsveiðileyfin hafa verið skráð á veiða.is. Um er að ræða veiðisvæði Laxá og Brúará í Fljótshverfi. Veitt er á 2 stangir á svæðinu og er leyfilegt að veiða á flugu maðk og spón, nær allt tímabilið.
Fljótshverfi er austur af Síðu í Skaftárhreppi. Veiðisvæðið afmarkast af; Reykjarhyl í Laxá, fossi ofan við Manghyl í Brúará og vatnamótum við Djúpá eða allnokkuð niður með varnargarði neðan við þjóðveg 1. Veiðisvæðið og umhverfi er fallegt og eru veiðistaðir fjölmargir og fjölbreyttir. Aðeins er um haustveiði að ræða en uppistaða í veiði er Sjóbirtingur en einnig veiðist þar bleikja og stöku lax. Báðar stangirnar eru seldar saman.
Hér má sjá skiptingu veiðitímabila eftir verðum:
1. ágúst – 15. ágúst kr 30.000 per dagur / báðar stangir
16. ágúst -31. ágúst kr 40.000 per dagur / báðar stangir
1. sept – 10.okt kr 50.000 per dagur / báðar stangir
11.okt – 20.okt Undanþágutími í bið
Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á [email protected]