Þrátt fyrir að einungis séu um 20 dagar frá því að síðustu veiðivertíð lauk endanlega, þá eru fyrstu veiðileyfin fyrir komandi veiðivertíð komin inná veiða.is. Um er að ræða daga á ósasvæði Laxár á Ásum. Svæðið hefur eignast marga fylgjendur á þeim 4 árum sem það hefur verið í sölu, enda veiðin þarna oft mjög góð. Um ósinn gengur allur lax sem er á leið uppí Laxá á Ásum og í Vatnsdalsá en einnig ógrynnin öll af bleikju og sjóbirtingi. Leyfilegt agn er fluga og með leyfunum fylgir gamla veiðihúsið að Laxá á Ásum. Hér má finna lausa daga.
info at veida.is