Nú hafa fyrstu veiðileyfin fyrir veiðisumarið 2013 verið skráð inná veiða.is. Um er að ræða lausa daga á ósasvæði Laxá á ásum og svo nokkra lausa daga á nýju veiðisvæði hér á vefnum, Fremri Laxá á Ásum. Ósasvæði Laxá á Ásum var í fyrsta skipti í fyrra veitt með skipulögum hætti á stöng. Nú, að fenginni þeirri reynslu, hefur veiðitímabilinu verið breytt. Sjá nánar HÉR.
Fremri Laxá á Ásum er ein af betri urriðaám landsins. Sá fjöldi urriða sem gengur í ánna yfir sumarmánuðina er gríðarlegur og oft er veiðin það mikil að veiðimenn tapa fljótt tölunni á fjölda fiska. Urriðinn í Fremri Laxá er kannski ekki mjög stór, en hann er sterkur. Meðalveiði í ánni er um 5.000 urriðar en að auki veiðast alltaf nokkrir laxar á hverju sumri. Veitt er með 3 stöngum.
Nú er sá tími komin veiðileyfin fara að detta inná vefinn hjá okkur. Við hvetjum þá sem eiga eftir að ráðstafa veiðidögum sínum fyrir næsta sumar, til að kíkja reglulega hingað inn því það er aldrei að vita nema leyfið sem gerir næsta veiðisumar eftirminnilegt, sé hér að finna.