Nú eru veiðileyfi í Galtalæk komin aftur inná vefinn fyrir komandi veiðitímabil. Veiði hefst í Galtalæk þann 1. apríl og stendur fram í September. Veitt er á 2 stangir í Galtalæk og eru þær stangir seldar saman í einum pakka. Verðið er fyrir 2 stangir. Sjá laus leyfi hérna.

Galtalækur er góð 2ja stanga urriðaá sem rennur saman við Ytri Rangá vel fyrir ofan laxasvæði Ytri. Oft veiðist vel í Galtalæk en veiðisvæðið er viðkvæmt og því mikilvægt að nálgast það með gætni.

Í Galtalæk má finna mjög stóra urriða og einnig að sjálfsögðu marga smærri. Öllum urriða skal sleppt aftur og handleika skal fiskinn af gætni og varast að snerta með berum höndum.