Hvítá í Árnessýslu hefur í tugi ára verið þekkt laxveiðiá og hafa margir af stærstu löxum landsins, veiðst í ánni. Áin geymir mörg stök veiðisvæði og löngum hefur hver bær selt leyfi fyrir sínu landi. Gíslastaðir við Hvítá er eitt þessara svæða. Veitt er með 3 stöngum á Gíslastöðum og leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún. Bókanir eru hafnar fyrir komandi tímabil og enn eru m.a. nokkrar helgar lausar á svæðinu. Mjög gott veiðihús fylgir með veiðileyfunum. Hér er hægt að lesa nánar um Gíslastaði og skoða nokkrar myndir.
Til að fá upplýsingar um lausa daga á Gíslastöðum, má senda póst á [email protected]