Þegar keyrt er eftir þjóðvegi nr. 87 frá Húsavík og komið í Öxarfjörðinn við Klifshaga er keyrt yfir Brunná. Brunná er þekkt fyrir stórar og vænar sjóbleikjur. Einnig er um staðbundinn urriða og bleikja að ræða. Þá er von á sjóbirtingi þegar líður á sumarið. Umhverfi árinnar er rómað fyrir náttúrufegurð og fuglalíf.

Veiði í Brunná gekk vel í sumar. Veitt er á 3 stangir í ánni og er eingöngu leyfð veiði á flugu. Megin regla í ánni er að allri bleikju yfir 44 cm skal sleppt en það má taka eina á hverjum degi sem er undir þeirri stærð. Öllum urriða og sjóbirting á að sleppa. Brunná á stóran hóp aðdáenda sem koma í hana ár eftir ár. Í gegnum tíðina hefur Brunná s.s ekki verið þekkt fyrir mjög mikla veiði en bleikjan er stór, umhverfið fallegt og veðursæld oft mikil á sumrin. Veiði hefur þó verið að aukast síðustu árin og má þar líklega þakka, að hluta, fyrr nefndum reglum um V&S. Haft hefur verið eftir leigutökum árinnar að í dag sé hún full af fiski. Brunná er hinsvegar viðkvæm og bleikjan getur verið ansi dyntótt.

Veiðitímabilinu lauk þann 10. október í Brunná. Í sumar veiddumst um 600 fiskar í ánni. Algeng veiði á árum áður var 3-400 fiskar. Stærsti fiskurnn var 73 cm sjóbirtingur en stærstu bleikjurnar í kringum 65 cm. Flestir fiskar komu uppúr Litlumýrarhyl neðri, eða rétt tæplega 100 fiskar. Aðrir sterkir hyljir í sumar voru t.d. Hellishylur, Neshylur og Klapparhylur, allir með yfir 40 fiska.

Hér er hægt að lesa nánar um Brunná. Munið að skoða myndirnar.