Jökla og Breiðdalsá hafa glatt marga veiðimenn síðustu ár. Veiðin í ár hefur s.s. ekki verið eins góð og síðustu sumur en þó virðist september ætla að skila sínu. Nokkrir boltar hafa veiðst í ánnum í sumar og hér að neðan sjáum við nokkra þeirra.

 

Góð veiði hefur verið síðustu daga í Breiðdalsá og Jöklu. Í gær komu 8 laxar á land í Breiðdalsá og helgarhollið í Jöklu var með 17 laxa á 4 vöktum og töluvert var af nýjum laxi.

Eitthvað er um lausar stangir á næstunni og því um að gera fyrir þá sem vilja nýta sér góðar aðstæður fyrir austan að skella sér. Veðurspáin er fín og engum því til setunnar boðið. [email protected]

{gallery}joklaogbreiddalsa{/gallery}