Þær eru nokkrar árnar á austurlandi sem sjaldan berast veiðifréttir frá, þó kunnugir sæki þær heim og geri þar fína veiði. Grímsá í Skriðdal er ein þeirra. Urriði og bleikja veiðast í ánni og stöku lax. Áin opnaði fyrir veiði þann 20.maí. Arek Kotecki, guide, sendi okkur línu og myndir frá heimsókn sinni í Grímsá nú fyrir helgi.
Þennan morgun var Arek að gæta tvo erlenda veiðimenn. Bjart og hlýtt var þennan dag. Lítið gerðist fyrri part morguns en þegar kom undir kl.10 tók fyrsti fiskurinn, um 62 cm flottur, staðbundinn urriði. Þegar þeir hættu veiðum, um kl. eitt, höfðu þeir náð fjórum flottum urriðum. Tveir voru um 60 cm og tveir voru rúmir 50 cm. Öllum fiskum var að sjálfsögðu sleppt aftur í ánna.
{gallery}grimsa2{/gallery}
Grímsá, er að sögn kunnugra, frekar lítið stunduð þó svo að Arek sé þar á heimavelli. Við munum á næstu vikum kíkja nánar á gleymdu árnar á austurlandi.