Ein albesta laxveiðiá landsins, Grímsá í Borgarfirði á samt Tunguá, verður í góðum höndum næstu 6 árin. Hreggnasi, sem hefur verið með ána á leigu undanfarin ár, og Veiðifélag Grímsár og Tunguár, hafa gert með sér nýjan langtímasamning sem gildir til og með árinu 2020. Meðalveiði sl. 20 ár er um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Sjá fréttatilkynningu að neðan.
Fréttatilkynning 22/1/15
Langtímasamningur Hreggnasa ehf og Veiðifélags
Grímsár og Tunguár í Borgarfirði
Nýverið var undirritaður samningur á milli Hreggnasa ehf annars vegar og Veiðifélags Grímsár og Tunguár í Borgarfirði hins vegar, um að veiðiréttur ánna verði hjá þeim fyrrnefnda til og með ársins 2020.
Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum.
Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar.
Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins.
Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 15 ára starfsafmæli í ár.
Frekari upplýsingar gefur
Jón Þór Júlíusson
Veiðifélagið Hreggnasi ehf
Nóatún 17.
105 Reykjavík
Tel: 00354-5772230
Mobile: 00354-8982230