Gufuá, er eins og flestir vita, lítil, jafnvel mjög lítil laxveiði rétt norðan við Borgarnes. Gufuá á sameiginlegan ós með Hvítá. Veitt er með 2 stöngum í Gufuá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Verð veiðileyfa í Gufuá er stillt í hóf. Gufuá er þekkt fyrir að verða mjög vatnslítil, en þá einbeita veiðimenn sér að ósasvæðinu, sem getur oft verið mjög gjöfult.
Þurr og hlýr júlímánuður hefur gert veiðina í Gufuá erfiða. Veiðimenn sem þekkja ána út og inn, gera þokkaleg og oft fína veiði – öðrum reynist erfiðara að finna leiðina til að finna laxinn. Við heyrðum frá veiðimönnum sem voru við veiðar 30. júlí. Þeir þekkja Gufuá og kunna að bregðast við erfiðum aðstæðum. Þeir einbeittu sér að veiðistað Núll – ósasvæðinu – þeir sáu laxa á því svæði, sérstaklega þegar fór að flæða að. Þeir náðu 4 löxum þar niður frá og sáu væna fiska. Þeir sem þeir náðu voru 4-5 punda fiskar. Þeir náðu svo laxi og birtingi á og kringum veiðistað nr. 2. Samtals náðu þeir 5 löxum og 2 flottum birtingum – flottur dagur við krefjandi aðstæður.
Hér eru leyfin í Gufuá – verð veiðileyfa í ágúst er kr. 25.500, stöngin á dag