Veiðin í Gufuá í Borgarfirði var góð í sumar, þrátt fyrir að áin hafi verið mjög vatnslítil stóran hluta sumars. Þann tíma sem áin var lítil, var góð og stundum mjög góð veiði á neðsta hluta árinnar, þar sem sjávarfalla gætir á sameiginlegu ósasvæði Gufuár og Hvítár. Skráðir voru um 200 laxar og 25 urriðar. Hér má finna fína lýsingu á veiðinni á neðsta hluta árinnar. – Þegar kom inní ágúst fór að rigna meira, vatnsbúskapurinn varð betri og fiskur gekk upp á efra svæðið. Veitt er á flugu, maðk og spún(neðan brúar) í Gufuá. Verð veiðileyfa í Gufuá er með því lægsta sem þekkist í laxveiðileyfi hér á landi.
info at veida.is