Gufuá í Borgarfirði er 2ja stanga laxveiðiá. Gufuá rennur til sjávar í ósa Hvítár en sjávarfalla gætir neðst í henni. Veitt er með 2 stöngum í Gufuá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Verð veiðileyfa i Gufuá er með því hagstæðara sem sést hér á landi í laxveiði en í sumar er verðið á bilinu 11.500 – 25.000 kr. Dýrasti tíminn er í kringum miðjan júlí. Síðustu 2 ár hefur Gufuá verið að mjög vel seld, nánast uppseld. Veiðin hefur sveiflast nokkuð, frá því að vera rúmir 200 laxar og undir 100. Síðasta sumar veiddist meira af urriða í ánni en sést hefur á nýliðnum árum. Hér má sjá hvaða dagar eru lausir í gufuá.
{gallery}gufua2{/gallery}