Gufuá er nú í um 200 löxum og nálgast metið sem er um 220 laxar. Lítið rigndi frá lok júlí þar til nú í vikunni og á þeim tíma dró úr veiðinni. Vætan nú í vikunni hleypti lífi í ána aftur. Einar Thorlacius var í ánni þann 14. ágúst. Hann sendi okkur mynd og smá línu á Facebook. Hann landaði 6 löxum, neðarlega í ánni. Hann var að fara þangað í fyrsta skipti og fannst áin mjög skemtileg. Hér til hliðar er mynd af 2 af þeim löxum sem Einar veiddi.

Vel hefur verið selt í Gufuá í sumar en nú framundan er töluvert af lausum dögum. um mánaðamótin lækkar stangardagurinn í kr. 10.000 en fram að því er hann á kr. 15.000. Bókið leyfi hér að ofan eða sendið póst á [email protected]. Hér má sjá lausa daga í Gufuá.

[email protected]