í dag rennur út frestur til að skila inn tilboðum í Haukadalsá í Dölum. Undanfarin ár hefur hinn svissneski Doppler leigt ána en nú ku vera líklegt að breyting verði á. Leigutíminn er fjögur ár, 2013-2017.  Veitt er á 5 stangir í haukunni en lengstum, þó veiði hefur verið háttað öðruvísi síðustu ár, þá tilheyrði 1 stöng af þessum 5 Þverá sem er hliðará haukunnar sem rennur í hana í Blóta sem er einn þekktasti veiðistaður árinnar. Leigusalar ætla að halda Þverá fyrir utan útboðið og veiða sjálfir á 1 stöng í henni. Hefur sú staðreynd truflað suma sem huggðust gera tilboð í ánna. Síðasta sumar veiddust 667 laxar í Haukadalsánni sem er örlítið undir meðalveiði árinnar sem eru tæpir 700 laxar.

Spennandi verður að fylgjast með hverjir og hversu margir sækja um og hversu mikið hún mun hækka í verði.