Þó nokkur tilboð bárust í Haukadalsánna sem nú var í útboði fyrir árin 2013-1017. Verið er að yfirfara tilboðin en staðfest er að það sem var hæðst hljóðaði uppá tæpar 36 mkr. Um var að ræða frávikstilboð og því ekki ljóst hvort því verður tekið ellegar hæðsta tilboði skv. útboðsgögnum en það hljóðaði uppá rétt rúmar 35 mkr. Á bak við það tilboð er óstofnað félag sem m.a. er í eigu Þorgils Helgasonar og Sigþórs Ólafssonar. Veitt hefur verið bæði á maðk og flugu í Haukunni undanfarin ár, en nú mun eingöngu verða veitt á flugu. Væntanlega mun skírast um helgina við hvern veiðifélag Haukunnar mun semja fyrir árin 2013-2017.