Í dag, 22. apríl, var undirritaður samningur milli veiðifélags Haukadalsár og einkahlutafélags í eigu Kenneth John Deurloo um leigu á veiðirétti í Haukadalsá frá Haukadalsvatni að sjó. Samningurinn gildir frá 2013 til 2016, að báðum árum meðtöldum. Í tilkynningu frá fullltrúum nýja leigutakans segir m.a.
„Er það stefna landeiganda og leigutaka að gera ánna að sjálfbærri fluguveiðiá.“ Fulltrúar leigutaka á Íslandi eru Sigþór Steinn Ólafsson og Þorgils Helgason. Skrifað var undir í veiðihúsinu við Haukadalsá.
Í byrjun mars var greint, hér inná veiða.is, frá niðurstöðum útboðs á Haukadalsá en hæðsta tilboð hljóðaði uppá rúmar 35 mkr. Undanfarin ár hefur hinn svissneski Doppler leigt ánna en nú var breyting þar á. Undir stjórn Dopplers var bæði veitt á flugu og maðk. Haukan er skemmtileg 5 stanga veiðiá. Laxinn gengur tiltölulega snemma í hana og hefur veiðin verið nokkuð stöðug. Vatnbúskapur í henni er einnig nokkuð stöðugur, þó hún verði nokkuð þurr eins og margar systurár hennar í dölunum, þegar þurr sumur ganga yfir. Haukadalsvatn tryggir henni hinsvegar ákveðin stöðugleika. Síðastliðið ár veiddust 667 laxar í Haukunni en meðalveiði frá árinu 1974 er tæpir 700 laxar.