Eins og við nefndum einversstaðar um daginn þá er september tími stórra laxa. Nokkrir slíkir hafa veiðst nú síðustu daga. Þetta tröll hér til hliðar kom á land í neðsta Eyjakrók í Breiðdalsá. Mældist hann 102 cm og 11,58 eða rétt um 23 pund. Veiðimaðurinn heitir Örn Óskarsson. Myndina tók Sigurður Oliver Staples.

 

Svo er hér einn tekinn höfðingi úr Húseyjarkvísl. Veiðimaðurinn heitir Guido og er þýskur. Naut hann leiðsagnar Stjána Ben. Laxinn tók Dýrbít með gúmmílöppum í Réttarhyl. Myndina tók Stjáni Ben.

 

 

Þessi kom svo á land í Hofsá á dögunum. Veiðimaðurinn, Róbert Haraldsson, náði honum í ómerktum hyl á svæði 7. Hængurinn reyndist 101 cm og er hann líklega sá stæðsti úr Hofsá þetta sumarið, til þessa.