Það rignir víða á landinu og ljóst er að nú fer hver að vera síðastur að reyna að setja í lax þetta sumarið. Rigningin glæðir árnar nýju lífi og ekki skemmir fyrir að hitaspár gera ráð fyrir 2ja stafa tölu næstu daga.
Kjör aðstæður hafa verið í mörgum ám að undanförnu. Rigning með köflum, eins og sagt er. Þar sem vatn vex og sjatnar á víxl. Þessi fiskar hér að ofan komu úr Straumfjarðaránni á dögunum við þær aðstæður. Fiskarnir komu allir á land við nýju brú eina góða morgunstund.
Sjóbirtingstíminn er kominn og svo virðist sem nokkuð mikið sé um laus leyfi á þeim slóðum. Fyrir þá sem vilja kíkja í birting er um að gera að hafa samband við veiða.is og við munum aðstoða við að finna leyfi á góðu verði.
Við minnum á lausa daga hér inni á síðunni. Þar á meðal í Leirá og Gufuá en ljóst er að þessar ár munu njóta sín í þeim aðstæðum sem nú eru þessa dagana.