Við þekkjum það öll, við sem erum áhugafólk um veiði, að veiðisportið er svolítið dellusport. Fljótlega eftir að maður kemur inní sportið fer maður að fylgjast með veiðivörumerkjum, hlusta á aðra og taka afstöðu í þeirri geysihörðu samkeppni sem er á milli veiðivöruframleiðanda. Þetta er líka svona svolítið eins og með pólitíkina, það getur verið erfitt fyrir nýja framleiðendur að komast að.
Veiðivörurframleiðandinn Vision er ekki nýr á markaðnum. VISION merkið er vel þekkt víða um heim en það er hinsvegar bara nýlega sem það nam land hér á landi. Hrygnan Veiðibúð, sem er nýleg veiðibúð í Síðumúlanum, er umboðsaðili VISION hér á landi.
Á þeim stutta tíma sem Hrygnan hefur starfað hefur búðin náð að koma VISION merkinu vel á framfæri. VISION er full veiðivaralína í þeim skilningi að fyrirtækið framleiðir nánast allt sem tengist veiði. Þær vörur sem notið hafa hvað mestu vinsælda í Hrygnunni er t.d. Vipe Skotendalínan, frábær lína á góðu verði, – svo að sjálfsögðu flugustangirnar og fluguhjólin, Vöðlurnar og vöðluskórnir.
Ég hvet alla dellukarla og konur í veiðisportinu að kíkja í Hrygnuna. Flott búð með flottar vörur á góðu verði.