Eins og við sögðum frá um daginn þá opnaði Heiðarvatn í Mýrdal í byrjun maí en í vatninu veiðist sjóbirtingur, lax, urriði og bleikja. Vatnið er yfirleitt vel sótt í upphafi tímabils, enda aflabrögð yfirleitt þá með besta móti, þó veðrið spili s.s. oft inní. Fyrir skemmstu var Vignir Arnarson í vatninu ásamt félögum sínum. Hann sendi okkur þessa frásögn og nokkrar myndir.
„Vorum við veiðar í Heiðarvatni dagana 20-21 maí. Komum í frábæru veðri og veiddum aðeins um kvöldið. Daginn eftir var strekkingur, 8-12m/sek. Settum í töluvert af fiski nánast alstaðar í vatninu, þó sínu mest fyrir austur og suðurlandinu, en þangað er töluvert rölt um brattar skriður utan í hlíðinni eftir kindastíg, ca 5km. Erfitt reyndist að nota fluguna og var því tekið það ráð að dusta rykið af gömlu spúnastöngunum og rifja upp gamla takta. Þetta gekk alveg ljómandi vel. Við enduðum á að setja í ca 60fiska, en flestum var sleppt enda erfitt að koma aflanum aftur til baka þessa leið. Þarna vorum við í sjóbirting og urriða, einnig var bleikja farin að láta sjá sig. Ætli þetta hafi ekki verið á bilinu 3-8pund sem við vorum að setja í. Seinni daginn var einfaldlega ekki stætt við vatnið vegna veðurs og því lítið veitt þann dag. Flestir eru nú 1/2 handalausir vegna sinaskeiðabólgu efir spúnastöngina :)“
Vignir Arnarson
{gallery}heidarvatn1{/gallery}