Heiðarvatn er í Mýrdal, rétt um 10 km frá Vík. Í vatninu veiðist sjóbirtingur, lax, urriði og bleikja. Veitt er með 4 stöngum í vatninu og er skylt að sleppa öllum fiski sem er 55 cm og stærri. Umhverfi Heiðarvatns er mjög fallegt og upplifun að dvelja við það. Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Kerlingardalsá sem fellur til sjávar austan við Vík. Veiðitímbilið hófst í byrjun maí í Heiðarvatni.

Við fengum fréttir frá honum Ásgeiri, umsjónarmanni Heiðarvatns, að vertíðin hefði verið mjög góð fram að þessu. Veiðin hefur verið fín og fiskurinn vænni en oft áður. Þó sagði hann að bleikjan væri ekki enn komin að landi, en það gæti gerst á næstu dögum. Frekar kalt hefur verið á svæðinu, miðað við oft áður og því eru gott til þess að vita að byrjun tímabilsins hafi verið góð.

Við munum fá frekari fréttir og myndir úr Heiðarvatni á næstu dögum.

[email protected]