Hlíðarvatn í Selvogi, eitt af vinsælli vötnum landsins, opnar 1. maí. Hlíðarvatn er 3,3 ferkílómetrar að stærð, dýpi um 5m þar sem það er mest. Hlíðarvatn er bleikjuvatn og er algeng stærð 1-1,5p. Þó veiðast bleikjur uppí 3kg í vatninu. Umhverfi Hlíðarvatns er mikilfenglegt, náttúrufegurð mikil og fjölbreyttni fugla og dýralífs áberandi.
Veiði í Hlíðarvatni hefur sveiflast nokkuð undanfarin ár. Sem dæmi um tölur þá veiddustu 2.452 bleikur árið 2002. 1.480 bleikjur veiddust 2007. 3.663 árið 2009 og 2.626 sumarið 2010. Í Hlíðarvatni er leyfð veiði á flugu og spún.
Á heimasíðu Ármanna, sem er eitt þeirra félaga sem selur leyfi í vatnið, kemur fram að vorhreinsun við vatnið verður um helgina. Eru allir félagar og velunnarar Hlíðarvatns hvattir til að taka þátt.