Hlíðarvatn í Selvogi er án efa eitt vinsælasta og besta bleikjuvatn á suðurlandi. Veiðitímabilið hefst 1. maí í vatninu og líkur í lok september. Nokkur veiðifélög fara með veiðirétt í Hlíðarvatni og ráða yfir mismörgum dagstöngum. Hér á vefnum höfum við undanfarin ár selt Hlíðarvatnsleyfin fyrir Árblik í Þorlákshöfn og Ármenn.
Eftir að félagsmenn í veiðifélögunum sem fara með veiðiréttinn, hafa valið sér sína daga, þá fara önnur leyfi inná vefinn í almenna sölu.
Almenn sala veiðileyfa Árbliks fer í gang í kringum 26. janúar en sala á leyfum Ármanna fer í gang síðar.
Ef þú vilt að við látum þig vita þegar almenna sala leyfa hefst, sendu okkur þá endilega póst á [email protected]