Nú er Hlíðarvatn í Selvogi komið í almenna sölu hér að veiða.is. Síðustu daga hefur staðið yfir forúthlutunartímabil til handa þeim sem eru í Stangaveiðifélaginu Árblik í Þorlákshöfn en nú er vatnið komið í almenna sölu. Hlíðarvatn hefur alltaf verið mjög vinsælt í maí og júní enda er það bæði frábært fluguveiðivatn og kjörinn staður til að hefja veiðitímabilið ár hvert. Nú er nokkrir mai dagar eftir til úthlutunar og aðeins fleiri júní dagar.
Veiðitíminn í Hlíðarvatni er frá kl. 20:00 til 20:00. Veiðimenn geta mætt í hús kvöldið fyrir skráðan veiðidag og byrjað að veiða þá um kvöldið. Engin tímamörk eru á veiðinni og geta veiðimenn því veitt næturlangt, ef aðstæður leyfa. Húsinu er síðan skilað fyrir kl. 19:00 fyrir næstu veiðimenn.
Ef það er einhver sem er lítt kunnugur vatninu en vill kynnast því, þá er um að gera að hafa samband í [email protected] eða í 897 3443.