Hlíðarvatn opnar nú í vikunni. Hlíðarvatn í Selvogi er eitt gjöful­asta vatn til bleikjuveiða á land­inu. Vatnið er 332 hektarar að flatarmáli eða 3,3 ferkíló­metrar. Það er fremur grunnt og meðald­ýpi þess er um 2,9 metrar. Mesta d­ýpi er fimm metrar samkvæmt mælingum í apríl 1964. Afrennsli úr vatninu er Vogs­ó­s en ekkert sjáanlegt yfirborðs vatn rennur í vatnið. Af rúmmáli vatnsins og afrennsli má ráða að það end­urnýjar sig á tæpum 39 só­larhringum. Hlíðarvatn er í eigu Strand­ar­kirkju en kirkjan á jarðirnar fjó­rar sem umlykja vatnið.

Umhverfi Hlíðarvatns er mikilfenglegt, náttúrufegurð mikil og fjölbreyttni fugla og dýralífs áberandi. Algeng stærð bleikju í Hlíðarvatni er 5-700gr. Iðulega veiðast þó bleikjur sem eru 1-2 kg og á hverju sumri sjást nokkrar um eða yfir 3 kg.

Frá aldamótum hefur veiðin í Hlíðarvatni verið á bilinu 1.480 til 3.880 fiskar. Sumarið í fyrra skar sig töluvert úr en þá voru einungis 725 fiskar skráðir í bækur þeirra sem fara með veiðirétt í vatninu. Það sem ræður aflanum hverju sinni er fyrst og fremst veðurfar og ástundun veiðimanna. Veiðin fór vel af stað í maí í fyrra en minnkaði svo þegar kom inní sumarið, m.a. vegna veðurblíðunnar. Mikill hiti og sól var við vatnið í júní og júlí og vatnið hitnaði mikið. Skv. mælingum Veiðimálastofnunar var meðalhiti í fjörusvæði 14,7°C í fyrrasumar sem er 1,4°C hærri en meðalhiti sambærilegra mælinga yfir sumarið 2008. Talið er að við þessar aðstæður leiti bleikjan út í dýpri hluta vatnsins þar sem kaldar uppsrettur renna í það.

Hlíðavatn í Selvogi opnar nú 1. maí. Vatnið er fyrsti áfangastaður margra veiðimanna á vorin. Veiða.is selur veiði í Hlíðarvatn fyrir Stangaveiðifélagið Árblik. Leigðar eru út 2 stangir saman ásamt húsi. Verði veiðileyfa er stillt í hóf og hefur það lítið breyst síðustu árin. Vatnið er tilvalin áfangastaður yfir fjölskyldur sem og einbeitta fluguveiðimenn. Leyfilegt agn er fluga og spúnn. Veiðimenn mæta til veiða kvöldið fyrir skráðan veiðidag. Ekki eru takmörk sett á veiðitímann.

Hér má sjá lausa daga í Hlíðarvatni í Selvogi.

[email protected]