Hlíðarvatn í Selvogi er eitt gjöfulasta vatn landsins til bleikjuveiða. Vatnið er um 50 km frá Reykjavík, á milli Þorlákshafnar og Krýsuvíkur. Veitt er með 14 stöngum í vatninu og skipta 5 veiðifélög stöngunum á milli sín. 2 þessara stanga eru til sölu hér á veiða.is. Árblik í Þorlákshöfn hefur þessar stangir til ráðstöfunar. Stangirnar eru seldar saman og fylgir veiðihús með í kaupum á leyfunum. Verð fyrir daginn er á bilinu 6-14 þúsund, þá er átt við verð fyrir báðar stangir og húsið. Hér eru lausir dagar.

Veiðimenn mega mæta kl. 20 að kveldi, fyrir skráðan veiðidag og veiða til kl. 20 daginn eftir. Leyfilegt agn í Hlíðarvatni er fluga og spúnn. Hér má lesa nánar um vatnið og veiðihús þeirra Árbliksmanna.

{gallery}hlidarvatn2{/gallery}

[email protected]