Hofsá er ein af þeim stóru hér á landi. Ekki bara í þeim skilningi að veiðin í ánni sé almennt góð, heldur skilar hún mjög góðri meðalþyngd veiddra laxa. Hún er ein af stórlaxaánum á Íslandi. Einungis er leyfð fluguveiði í ánni og strangar reglur um að öllum stórum laxi skuli sleppt aftur. Sumir unnendur Hofsár segja erfitt að finna betri fluguveiðiá, hún sé nánast fullkomin. Meðalveiði í Hofsá er nálægt 1.100 löxum á sumri. Veiðin í fyrra var 1.008 laxar og veiðin það sem af er sumri er um 230 laxar. Hofsá er síðsumarsá.

Hér eru nokkrar stemmingsmyndir frá Hofsá frá því í sumar. Myndirnar fengum við af FB síðu Hofsár.

{gallery}hofsa{/gallery}

[email protected]