Vorveiðileyfin á Úteyjarsvæðið í Hólaá eru nú komin á vefinn. Sjá hér
Hólaá rennur úr Laugarvatn, yfir í Apavatn og þaðan í Brúará. Hólaá er mjög góð bleikju og urriðaá og allt agn er leyfilegt, fluga/maðkur/spúnn. Bleikjan er alls ráðandi yfir sumarið í ánni en urriðinn yfirleitt sterkur á vorin og haustin. Úteyjar svæðið í Hólaá er efsta svæðið í ánni, nær frá laugarvatni á suður/vesturbakka árinnar. Úteyjar svæðið er klárlega eitt albesta bleikjusvæði á suðurlandi.
Úteyjarsvæðið í Hólaá er klárlega eitt besta silungsveiðisvæði á suðurlandi – vorveiðin er yfirleitt mjög góð og bleikjuveiðin yfir sumarið er oft frábær.
Veiðimenn sem kaupa leyfi í Hólaá fyrir landi Úteyjar, mega einnig veiða í hluta Laugarvatns.
Hérna má finna veiðileyfi í Hólaá við Útey
Sjálfsagt er að hafa samband við okkur hjá veiða.is, til að fá upplýsingar um veiðina í Hólaá, hvernig er best að standa að veiði og hvar bestu staðirnir eru.