Hólsá-Borgarsvæðið er þekkt og afar gjöfult 4 stanga veiðisvæði neðarlega í vatnakerfi Rangánna. Svæðið tilheyrði áður aðalsvæði Ytri Rangár og er þekkt fyrir miklar aflahrotur á göngutíma en þar liggur einnig mikið af laxi út veiðitímann. Á síðast liðnum árum hefur svæðið verið að gefa 500-1000 laxa. Á svæðinu eru þekktir veiðistaðir, eins og Staurhylur, Straumey og Borg.

Staðsetning: Suðurland um 85 km frá Reykjavík. Ekið er niður Þykkvabæjarveg um 1 km áður en komið er á Hellu og beygt til vinstri niður slóða er merktur er “Ástarbraut” niður að ánni, þaðan er hægt að aka jafnt upp og niður með veiðisvæðinu.
Veiðisvæði: Nær frá svæðamörkum neðan við veiðistaðinn Djúpósnef í Ytri Rangá (svæðamörk eru vel merkt) og niður fyrir veiðistaðinn Borg. Stangafjöldi: 4 stangir, alltaf seldar saman, frá hádegi til hádegis.
Veiðitímabil: 23. júní til 20. október.
Veiðitími: 23. júní – 10. ágúst 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00, 11. ágúst – 30. september 07:00 – 13:00 og 15:00 – 21:00 01. október – 20. október 08:00 – 20:00

Leyfilegt agn: Aðeins fluga á flugustöng frá opnun og fram til hádegis 3. september, eftir þann tíma er leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn.

{gallery}holsaborg{/gallery}

Veiðihús: Ágætis veiðihús fylgir svæðinu. Húsið er staðsett við veiðistaðinn Straumey þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir, en rúm eru uppábúinn og þrif eru innifalinn. Veiðimenn verða að taka með sér allt rusl og ganga vel um, en skilatími á veiðihúsinu er 13:30 á skiptidögum. Einnig er hægt að panta gistingu í veiðihúsinu við Ytri Rangá.

Veiðireglur: Sleppa skal öllum hrygnun, 70 cm og stærri, í laxakistur sem staðsettar eru við ána á hverju svæði, veiðimenn fá greidd laxaflök hjá veiðiverði fyrir hverja þá hrygnu sem sett er í kistu.

Hér er kort af svæðinu

Hér eru veiðileyfin á Borgarsvæðið í Hólsá