Laugardalsá er ein albesta laxveiðiá landsins og líklega sú besta á Vestfjörðum. Veitt er með 2 til 3 stöngum í Laugardalsá og að meðaltali veiðast í ánni á bilinu 250 450 laxar á sumri en meðalveiði síðustu 10 ára er 374 laxar. Laugardalsá er staðsett utarlega í Ísafjarðardjúpi. Áin er fremur nett veiðiá,hentug fyrir einhendur og smáar flugur. Áin er hentug fyrir smærri hópa sem kjósa að vera útaf fyrir sig við veiðar í fallegu umhverfi og í góðri á, fjarri „mannabyggðum“.

{gallery}laugardalsa{/gallery}

Tímabilið: 15. júní – 15. sept.
Fjöldi stanga: 2-3. stangir. 2 stangir í upphafi og lok tímabils.
Leyfilegt agn: Fluga
Veiðireglur: Sleppa þarf laxi sem er stærri en 70cm og kvóti er 1 lax á dag pr. stöng.
Veiðihús: Fint veiðihús fylgir með ánni. 3 herbergi og gistirými fyrir 7
Veiði síðastliðin ár: Meðalveiði síðustu ára er nálægt 400 löxum
Meðalþyngd: ca. 6,5 lbs.
Veiðisvæðið: 6 km með um 20 merktum hyljum. Aðgengi er ágætt þó sumstaðar þurfi að ganga smá spöl frá bílastæðum að veiðihyljum, sérstaklega á efri hluta árinnar.

Veiðleyfin í Laugardalsá eru inni á veiða.is – sjá hérna.

[email protected]