Hér má finna Veiðileyfi í Ytri Rangá

Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Fjölbreyttir veiðistaðir, frábær veiði og fallegt umhverfi hefur gert hana að einni af vinsælli veiðiám landsins. Meðalveiði á sumri, síðustu 9 árin, er tæpir 7.000 laxar. Aldeilis ótrúlegar tölur. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Sumarið 2014 veiddust 3.063 laxar.

Ytri Rangá á upptök sín í Rangárbotnum í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og er hún ein stærsta lindá landsins. (Rennsli frá 40-60 rúmm./sek.) Ytri Rangá sameinast svo Þverá ca. 10 km frá Sjó. Sameinaðar heita árnar Hólsá. Laxasvæðið í Ytri Rangá nær frá ármótunum við Hólsá upp að Árbæjarfossi.

Ólíkt flestum öðrum laxveiðiám, þá er vatnsmagn árinnar mjög stöðugt og áin litast sjaldan, þótt mikið rigni. Á þurrum sumrum helst vatnsmagnið einnig stöðugt.

Kort af Laxasvæðinu: Nr. 1  –   Nr. 2

{gallery}Ytriranga{/gallery}

Staðsetning: Um 90 km frá Reykjavík.Ytri Rangá rennur í gegnum bæinn Hellu.
 
Leyfilegt agn: Fluga. Frá og með 7. sept er einnig leyfilegt að veiða á maðk og spún.
 
Fjöldi stanga: 12 stangir í Júní en 16 stangir frá 1. júlí og til enda veiðitímabilsins.

Veiðireglur: Sleppa skal öllum hrygnun, 70 cm og stærri, í laxakistur sem staðsettar eru við ána á hverju svæði, veiðimenn fá greidd laxaflök hjá veiðiverði fyrir hverja þá hrygnu sem sett er í kistu. – Skylda er að sleppa öllum silungi sem veiðist.

Veiðisvæðið: Laxasvæðinu hefur verið skipt uppí 4 veiðisvæði og veiða 4 stangir hvert svæði hverju sinni. Veiðimenn dvelja í 6 klst á hverju svæði. Á 2 dögum er því hægt að veiða á öllum svæðum árinnar. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og endar vel fyrir neðan Djúpós. Svæðið þar fyrir neðan er ekki lengur með í skiptingu.

Meðalveiði: Síðustu 9 ár, tæpir 7.000 laxar. Meðalþyngd er rétt um 7 pund.
Veiðitímabil: 26. júní til 19. október.

Daglegur veiðitími:
26. júní til 10. ágúst – 7:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00
11. ágúst til 30. sept- 7:00 til 13:00 og 15:00 til 21:00
1. okt til loka tímabils: frá 8:00-20:00

Veiðihús: Glæsilegt veiðihús er við Ytri Rangá. Það er með 18 tveggja manna herbergjum, glæsilegri borðstofu, setustofu og vel útbúnu eldhúsi. Skyldu gisting er frá 6. júlí til 20. sept. Verð pr. sólarhring á mann er kr. 24.900 (6-16. júlí og 6-20. sept) og kr. 29.900(16. júlí – 6. sep). Fæðisgjald greiðist samhliða greiðslu veiðileyfa.

Ath: Hægt er að kaupa gistingu í veiðihúsinu, utan þess tíma sem reglan um skyldugistingu gildir.

 

Veiðileyfi í Ytri Rangá: Hér má finna laus veiðileyfi í Ytri Rangá. Einnig er hægt að senda póst á info@veida.is fyrir nánari upplýsingar eða hringja í síma 897 3443.