Við höfum tekið veiðileyfi á Vesturbakka Hólsár í sölu hér á veiða.is. Um er að ræða svæðið sem tekur við af Borgarsvæðinu, að neðanverðu og nær svæðið niður í ósi, þar sem Hólsá rennur í sjóinn.
Allt agn er leyfilegt á þessu neðsta svæði hólsár, fluga, maðkur og spúnn. Veiðin getur oft verið ævintýralega góð þar sem um svæðið fer allur lax sem gengur uppí Ytri Rangá, Eystri Rangá og Þverá. Áin er mjög breið á þessu svæði og getur verið áramunur hvar helstu gönguleiðir laxins eru í gegnum þetta svæði.
Ekkert veiðihús fylgir leyfunum. Á sumrin, frá júní og fram til 7. september eru seldir 1/2 dagar í senn, morgun og síðdegis vakt aðskyldar. Eftir 7. september eru seldir heilir dagar.
Hérna má skoða lausa daga og verð.
Ef þig vantar aðstoð við bókanir á vefnum, sendið endilega póst á [email protected] eða hringið í síma 897 3443