Hraun í Ölfusi er komið á vefinn. Jörðin Hraun er staðsett vestan Ölfusárósa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Veiðitímbilið hefst 1. apríl og því lýkur 20. september. Hraunið hefur verið vinsælt meðal ýmissa sunnlenskra veiðimanna í mörg ár. Hægt er að gera góða veiði þarna þegar birtingurinn gengur inn og út, eftir sjávarföllunum. Einfalt er að kaupa veiðileyfi og kostar stöngin einungis 2.000 krónur. Kynnið ykkur Hraunið hér til hliðar.