Veiðitímabilinu á Hrauni er nú lokið í sumar. En Jörðin Hraun er staðsett vestan Ölfursárósa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Stangveiði hefur lengi verið stunduð á Hrauni og hefur aðgengi að veiðistöðum batnað mikið hin síðustu ár. Áður en Eyrarbakkarvegur var lagður var aðeins farið að ánni um hlaðið á Hrauni. Aðallega veiðist sjóbirtingur en einnig bleikja og stöku lax.

Besti tíminn að Hrauni er frá miðjun maí og fram undir lok júlí en þetta sumarið náði veiðin litlu risi. Rólegt var nær allan tímann, þó stöku veiðimaður hafi hitt á birtinginn þegar hann gekk inní ósinn í litlum torfum. Mest veiðivon er rétt fyrir aðfall og á meðan fellur að. Síðustu sumur hefur dregið nokkuð úr veiði á svæðinu og segja kunnugir að það tengist líklega því að sandsílið hefur að miklu leyti horfið og því leyti birtingurinn líklega annað í fæðuöflun.

Í gegnum tíðina hefur Hraunið verið fastur punktur í veiðitímabili margra sunnlendinga. Auðvelt hefur verið að nálgast veiðileyfi og þau hafa ekki verið dýr. Nú er að sjá hvað næsta vor ber í skauti sér en ljóst er að fastgestir Hraunsins verða mættir þar aftur þegar opnar í apríl.