Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Hreggnasi hefur verið leigutaki Laxá í Kjós og Bugðu síðustu árin og nú hefur þeim leigusamningi verið framlengt út árið 2018. Sjá fréttatilkynningu hér að neðan:
Fréttatilkynning
Reykjavík, 2.5.2014
Hreggnasi ehf semur um Laxá í Kjós og Bugðu út 2018
Veiðifélag Kjósarhrepps og Veiðifélagið Hreggnasi ehf hafa framlengt samning um veiðirétt Laxár í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára.
Laxá í Kjós og Bugða eru meðal þekktustu og gjöfulustu laxveiðiáa landsins
Hreggnasi hefur haft aðkomu að vatnasvæðinu frá árinu 2006. Á þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á aðbúnaði veiðimanna, ekki síst með byggingu glæsilegs veiðihúss árið 2007. Eins hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi veiða á vantasvæðinu sem fallið hafa veiðimönnum vel í geð, því sala veiðileyfa fyrir sumarið hefur gengið mjög vel.
Það er því ljóst að góðu samstarfi þessara aðila verður framhaldið næstu árin.
Nánari upplýsingar gefur Jón Þór: 8982230 eða [email protected]