Þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt, þá reyna fluguhnýtarar mjög oft að líkja eftir einhverjum lífverum úr lífríki fiska, þegar nýjar flugur eru hnýttar. Til þess að verða sér úti um þá vitneskju sem til þarf, þá þarf oft að velta upp steinum, opna maga á fiskum eða taka sýni úr yfirborði vatnsins. Myndin hér til hliðar sýnir nokkrar af þeim ferskvatnsflóm sem komu úr maga bleikju og þær flugur sem hnýttar voru til líkja eftir þeim.

Bleikjan sem hafði borðað þessar ferksvatnsflær veiddist í syðri hluta Hlíðarvatns í Selvogi. Veiðimaðurinn kíkti í maga bleikjunnar og þessar flær var meðal annars þar að finna. Júllí í Flugukofanum í Keflavík sendi okkur þessa mynd en hann er einn þeirra hnýtara sem nýtur sín hvað best þegar hann getur haft eitthvað beint úr lífríkinu til hliðsjónar þegar væsinn er tekinn fram.

Hlíðarvatn er eitt þeirra vatna sem fluguveiðimenn og hnýtarar hafa sótt heim í mörg ár. Við vatnið hafa orðið til margar góðar flugur. Við hvetjum alla fluguveiðimenn til að ná sér í dag við vatnið hér inni á veiða.is. Við munum nú bæta við einni eftirlíkingu af þessari fló í Hlíðarvatnsboxið okkar góða.

[email protected]