Hvolsá og Staðarhólsá falla í einum ósi til sjávar við Saurbæ í Dalasýslu. Hvolsá sjálf er 9 km löng þangað sem Svínadalsá og Brekkudalsá sameinast. Staðarhólsá er laxgeng 7,5 km að fossi hjá Kjarlaksvöllum. Norðan við ósana er varnagarður sem myndar lón sem stendur eftir þegar fjarar, en sjór fellur upp í báðar árnar.
Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 166 laxar og rúmlega 500 bleikjur. Veiðin í sumar náði litlu risi. Þó svo að vatn hafi verið þokkalegt í ánni framan af sumri þá komu litlar göngur í ánna, hvort sem er af laxi eða bleikju. Alls komu 110 laxar á land og tæpleg 100 bleikjur. Ástundun í ánni hefur oft verið meiri. Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk á svæðinu en veiðitímabilið nær frá 1. maí til 30. september. Leyfðar eru 4 stangir.
Hér er hægt að lesa nánar um Hvolsá og Staðarhólsá.