Nú býður veiða.is uppá FLYPAD í samvinnu við Veiðiflugan.is

Margir fluguveiðimenn kannast við það skipulagsleysi sem stundum kemur á fluguboxin þegar búið er að kíkja í nokkrar veiðiferðir á sumri. Þá vill það oft gerast að flugur séu að villast á milli boxa og box eru farin að týnast og meiri tíma tekur að skipuleggja sig þegar kemur að næstu veiðiferð. FLYPAD-inn er frábær lausn á þessu vandamáli og sumir segja að hann sé byltingakennd nýjung í geymslu og meðferð á veiðiflugum.

 

Skipulagið í FLYPAD byggir á mismunandi bökkum, sem geyma hver og einn allt að 120 flugur, og fluguboxum sem bakkarnir smella ofaní. Stærðin á fluguboxunum er 17*8,5*2 cm. Kassinn sjálfur er 20*20*11 cm. Átta seglar halda fluguboxunum lokuðum. Sjá nánar á myndbandinu hér að neðan.

{avsplayer videoid=104 playerid=1}

Með þessu móti er í rauninni ekki nauðsynlegt að vera með fleiri en 2-3 flugubox í gangi, innhaldinu er bara skipti út á augabragði. Í heildina getur FLYPAD geymt um 1200 flugur með góðu móti. 8 bakkar raðast í kassann og að auki er bakki í hvoru boxinu fyrir sig. Kassinn hefur geysilega góða öndun sem hálpar við að halda öllum flugum í honum þurrum.

Nú er allt skipulag miklu einfaldara og sjáanlegra og auðvelt að skipta um flugugerðir með því einfaldlega að skipta um bakka í boxinu.

Verðið fyrir þessa snilld:

FLYPAD startpakki inniheldur 4 flugubakka, 1 flugubox og geymslukassann. Verð kr. 14.990.

Stakur bakki kostar kr. 1.790. – 4 útfærslur, sjá myndir að neðan.

Flugubox kostar kr. 4.990.

Til að panta FLYPAD þarf einungis að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 897 3443.

{gallery}flypad{/gallery}