Jólin eru handan við hornið og að sjálfsögðu svipumst við veiðimenn eftir álitlegum bókum sem koma út nú fyrir jólin. Ein glæsilegasta bókin sem kemur út nú um þessi jól er bókin um Þverá, Kjarrá og Litlu Þverá en sérstök kynning, ásamt glæsilegu tilboði, verður á bókinni  í Veiðihorninu í Síðumúla á morgun, laugardag, milli klukkan 16 og 18.

 

 

Gestir og gangandi eru velkomnir í Veiðihornið þar sem umsjónarmenn bókarinnar, Guðmundur Guðjónsson og Einar Falur Ingólfsson verða viðstaddir og árita bækur, verði eftir því leitað. Þá verður einstaklega glæsilegt tilboðsverð í gangi umrædda tvo tíma, bókin fæst þá keypt á 5.990, en viðmiðunarverð hennar er 8.990. Hér er því um þrjú þúsund króna afslátt að ræða. Útgefandi, Litróf, býður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

Til upprifjunar þá er bókin um Þverá, Kjarrá og Litlu Þverá, fjórða bókin í glæsilegri og metnaðarfullri ritröð um helstu laxveiðiperlur Íslands. Áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós, Langá á Mýrum og Grímsá í Borgarfirði.

info at veida.is