Kálfá í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur verið auglýst til leigu til næstu 3ja ára. Kálfá er 2 stanga á, um 12 km löng en rétt fyrir neðan Árnes sameinast hún Þjórsá. Veiðisvæðið nær alveg frá Þjórsá og uppúr. Síðustu 13 ár hefur hópur veiðimanna verið með hana á leigu. Áin er leigð út með góðu veiðihúsi. Veiði í Kálfa hefur verið vaxandi síðustu ár en í fyrra var metveiði þegar um 540 laxar voru skráðir í bókina.

Skráð veiði í sumar var 170 laxar en yfir 400 fiskar gengu í Kálfá, um 350 laxar og 50 birtingar. Í Kálfá hefur einnig veiðst bleikja. Veiði hefst í ánni um mánaðarmótin júní/júlí en best er veiðin þegar kemur inní Ágúst og út tímabilið. Aðeins verður veitt á flugu í Kálfá næstu 3 árin.

Fyrir þá sem hafa áhugá á Kálfa má senda póst á Kristinn Marvinsson, [email protected]. Tilboðum skal skila inn fyrir 15. nóvember. Ljóst er að áhugi fyrir Kálfá er mikill, bæði hjá núverandi leigutökum og öðrum. Góð 2ja stanga laxveiðiá sem er „nálægt“ höfuðborginni er vandfundin.

[email protected]