Um helgina voru hátíðir og messur hjá tveimur veiðibúðum í Reykjavík. Veiðihornið var með mikla dagskrá og fékk m.a. í heimsókn tvo þekkta atvinnumenn úr fluguveiðiheiminum. Annar heitir Jerry Siem og er aðal hönnuður SAGE stangana. Hinn heitir Simon Gaweswort og er hann einn af þekktari flugukastkennurum heims ásamt því að eiga heiðurinn af hinum vinsælu Rio flugulínum.
Margt var um manninn í Veiðihorninu um helgina og ýmiss tilboð í gangi. Í lok dagskrár á sunnudaginn, héldu Jerry og Simon uppað Vífilstaðavatni þar sem þeir sýndu/kenndu viðstöddum undirstöðuatriðin í flugukasti. Bæði með einhendu og tvíhendu. Voru sýningarnar mjög fróðlegar og skemmtilegar. Var þetta svo sannarlega flottur endir á góðri helgi hjá Veiðihorninu.
{gallery}kast{/gallery}