Umhverfi Krossár er afar fallegt, vaxið kjarri og lyngi og með útsýni út á Breiðafjörð. Við eðlilegar kringumstæður er hún fremur vatnslítil og því nauðsynlegt að fara með gát að veiðistöðum. Krossá rennur niður Villingadal og er fiskgeng um 12,4 km. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum; strengjum og hyljum.

 

Meðalveiði í Krossá á árunum 1974-2008 var 113 laxar. Árin 2008-2011 skiluðu frábærri veiði eins og víðast annarsstaðar. Veiddust þá frá 204 til 346 löxum á sumri. Veitt er á 2 stangir í ánni og er bæði leyfði veiði á flugu og maðk. Veiðitímabilið nær frá 1. júlí til 20. september.

Veiðin í Krossá sumarið 2012 byrjaði mjög vel. Mikið af fiski gekk í ánna framan af sumri og lengi vel var um met að ræða. Laxinn dreifði sér vel um alla á og var snemma kominn í flesta staði uppá dal. Þegar 2 holl höfðu lokið veiðum voru 20 laxar komnir á land. Þegar leið á júlí og rigning lét á sér standa, fór að draga úr veiði. Þann 7. ágúst voru 115 laxar komnir á land og 274 laxar farnir í gegnum teljarann. Lokatölur í ánni voru 165 laxar, vel yfir meðaltali árinnar.

Að teknu tilliti til þróunar annarsstaðar á vesturlandi í sumar, þá má Krossá vel við una. Laxagöngur framan af sumri slógu öll met og nú bíða menn spenntir eftir næsta sumri.

Hér má lesa nánar um Krossá.