Langholtið er fornfrægt stangveiðisvæði í Hvítá. Það er á austur bakka árinnar á milli Stóru Ármóta og Oddgeirshóla.Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og margar stórlaxasögurnar orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingi fjölgað mikið í aflanum.

 

Veiðin í Langholti í sumar var kannski ekki sú mesta sem verið hefur síðustu ár en var þó alveg þokkaleg. Fiskar komu á land flesta daga frá júní og fram í ágúst. Heildarveiðin endaði í ca. 180 löxum og um 50 birtingum. Stærsti laxinn reyndist 16 pund. Veitt er á 3 stangir í Langholtinu og leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spún.

Hér er hægt að lesa meira um Langholtið